Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Umfangsmikil sprengjueyðingaræfing haldin hér í haust
Mánudagur 7. júní 2004 kl. 22:22

Umfangsmikil sprengjueyðingaræfing haldin hér í haust

Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár skipulagt fjölþjóðlega æfingu sprengjueyðingarsveita hér á landi og hefur hún gengið undir heitinu ,,Northern Challenge" eða ,,Norræn áskorun".
Erlendir sprengjusérfræðingar sem hafa tekið þátt í æfingunni hafa verið ánægðir með þá fræðslu og þann árangur sem æfingarnar hafa skilað og verður æfingin haldin í þriðja sinn í ár, nánar tiltekið frá 30. ágúst - 3. september nk.
Að þessu sinni mun æfingin snúast um að æfa viðbrögð við hryðjuverkasprengingum og skemmdarverkum. Þegar hafa sjö sveitir sprengjusérfræðinga frá Atlantshafsbandalaginu tilkynnt þátttöku.  Þær hafa meðferðis nýjustu tæki til sprengjueyðingar, þ.á.m. eitt af nýjustu vélmennum sem notuð eru í þessum tilgangi.
Sumar þátttökusveitanna hafa nýlega starfað í Afganistan og Írak þar sem sprengjur hafa kostað marga saklausa borgara og sprengjusérfræðinga lífið.
Æfingin verður haldin í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.  Sérstök áhersla verður lögð á það verkefni að tryggja hafnarsvæði gegn hugsanlegri vá sem stafar af sprengjum og hryðjuverkum.  Yfirmennn sprengjudeilda danska og norska sjóhersins munu sjá um þann þátt æfingarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024