Umbrot á Reykjanesi - vitinn að falla
Mikil umbrot hafa verið á Reykjanesi síðasta sólarhring. Gufubólstrar stíga til himins umhverfis Reykjanesvita og vitinn er að falla.Það var fyrst upp úr miðnætti í nótt sem menn urðu varir við hræringar á Reykjanesi. Þær komu fram á skjálftamælum Veðurstofunnnar kl. 00:35 og órói hefur ágerst þegar líða tók á morguninn. Sjónarvottar hafa séð gufubólstra stíga til himins og Reykjanesviti er að falla. Hann hallar mikið til austurs. Svo virðist sem gígur sé að myndast undir vitanum og hvít gufa stígur upp af hlíðinni. Miðað við þróun mála má ljóst vera að vitinn mun falla í dag. Víkurfréttir flugu yfir svæðið í hádeginu í björtu og fallegu veðri og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin af vettvangi sem segir meira en mörg orð.