Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umbótaáætlun Grunnskóla Grindavíkur komin fram
Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 09:21

Umbótaáætlun Grunnskóla Grindavíkur komin fram

Í kjölfar úttektar mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi Grunnskóla Grindavíkur í apríl síðastliðnum var að tillögu fræðslunefndar skipaður starfshópur til að vinna að tímasettri áætlun um umbætur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfshópinn skipuðu Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, Bryndís Gunnlaugsdóttir, bæjarfulltrúi, Halldóra Kr. Magnúsdóttir, skólastjóri, Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Klara Halldórsdóttir formaður fræðslunefndar, auk Bennýjar Óskar Harðardóttur, fulltrúa kennara samkvæmt tilnefningu grunnskólakennara og Ingvars Þórs Gunnlaugssonar fulltrúa foreldra samkvæmt tilnefningu foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur.

Starfshópurinn skilaði umbótaáætlun til ráðuneytis í maí síðastliðnum. Starfsfólk ráðuneytis hefur nú yfirfarið áætlunina og staðfest hana.  Framundan er skemmtileg vinna við að gera góðan skóla enn betri, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Umbótaáætlunina má sjá hér.