Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Umboðsmaður skuldara opnar útibú í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 14:22

Umboðsmaður skuldara opnar útibú í Reykjanesbæ

Umboðsmaður skuldara mun innan skamms opna útibú í Reykjanesbæ. Verður starfsstöðin á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík við Vatnsnesveg. Svanborg Sigmarsdóttir hjá kynningarsviði Umboðsmanns skuldara, sagði vandamálið vera stórt á Suðurnesjum og því hafi verið ákveðið að staðsetja fulltrúa á svæðinu. Þess vegna hefur verið auglýst ftir lögfræðingi til að starfa á nýrri starfstöð í Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk.


Meðal verkefna eru lögfræðiráðgjöf til einstaklinga í skuldavanda, umsjón með greiðsluaðlögun, úrvinnsla erinda, samningagerð og eftirfylgni verkefna þeirra sem umboðsmaður skuldara ber ábyrgð á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svanborg sagði að fljótlega eftir að umsóknarfrestur rennur út verði ráðið í stöðuna, enda verkefið brýnt á Suðurnesjum. Fyrst um sinn verður starfsmaðurinn einn en staðan verði fljótlega metin og þá bætt við starfsfólki ef þörfin reynist vera þannig.