Umbætur hafnar á Brautinni
Umbætur við vegþrengingar á Reykjanesbraut voru í fullum gangi þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið um brautina í dag, mánudag.
Megn óánægja hefur verið með ástandið á þrengingunum síðan framkvæmdir þar stöðvuðust í desembermánuði og má rekja allmörg óhöpp á Reykjanesbraut að undanförnu til frágangs við þrengingar.
Vegfarendur verða að bíða verkloka við tvöföldun Reykjanesbrautar fram á haust í fyrsta lagi, en verktakinn Jarðvélar þurfti að segja sig frá verkinu í desember. Niðurstaða Vegagerðarinnar, eftir fundi með Jarðvélum og undirverktökum sem sjá um brúarsmíði og malbikun, var sú að bjóða þarf verið út í heild sinni aftur.
VF-mynd/Þorgils
Megn óánægja hefur verið með ástandið á þrengingunum síðan framkvæmdir þar stöðvuðust í desembermánuði og má rekja allmörg óhöpp á Reykjanesbraut að undanförnu til frágangs við þrengingar.
Vegfarendur verða að bíða verkloka við tvöföldun Reykjanesbrautar fram á haust í fyrsta lagi, en verktakinn Jarðvélar þurfti að segja sig frá verkinu í desember. Niðurstaða Vegagerðarinnar, eftir fundi með Jarðvélum og undirverktökum sem sjá um brúarsmíði og malbikun, var sú að bjóða þarf verið út í heild sinni aftur.
VF-mynd/Þorgils