Um þriðjungur atvinnuleitenda vilja flytja til Reykjanesbæjar
IMG gallup birti nýlega niðurstöður skýrslu um viðhorf og væntingar fólks í atvinnuleit, sem byggir á könnun sem gerð var síðla árs 2004 og samanburð við árið 2001.
Samkvæmt könnuninni taldi tæplega þriðjungur atvinnuleitenda sem spurðir voru til greina koma að flytjast til Reykjanesbæjar ef þar byðist starf. Samkvæmt sambærilegri könnun frá 2001 hefur Reykjanesbær færst úr 4.-5. sæti í 3. sæti yfir æskilega búsetustaði, nú á eftir Akureyri og Árborg. Þetta er sérlega athyglisvert miðað við að á síðasta ári fluttu fjölmiðlar aðallega fréttir af erfiðu atvinnuástandi á svæðinu vegna uppsagna hjá Varnarliðinu.
Samkvæmt þessari könnun sagðist rúmlega fjórðungur þeirra sem leita að starfi nú vera að leita að betra starfi en þeir eru í núna. Jafn stórt hlutfall þátttakenda leitar að starfi vegna atvinnuleysis eða ótryggrar atvinnu.
Af vef Reykjanesbæjar