Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum vegna COVID-19
Föstudagur 12. júní 2020 kl. 13:52

Um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum vegna COVID-19

Öllum sem koma til Íslands og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komunni til landsins, nema þeir kjósi að fara í sýnatöku þess í stað og uppfylli skilyrði fyrir sýnatöku á landamærum.

Undanskildir kröfu um sóttkví vegna komu til landsins og þar með sýnatöku eru:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Farþegar í tengiflugi/tengifarþegar sem fara ekki út fyrir viðkomandi landamærastöð þurfa hvorki að sæta sóttkví né sýnatöku 

Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa hvorki að sæta sóttkví né fara í sýnatöku við komuna til landsins.

Þeir sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að hafi veikst af COVID-19 og hafa lokið einangrun.

Sýnataka á landamærum er valkvæð. Farþegar sem koma til landsins geta kosið sýnatöku í stað þess að sitja 14 daga í sóttkví. Ef niðurstaða sýnatöku er neikvæð er sóttkví óþörf.

Skilyrði fyrir sýnatöku á landamærum er að farþegi hafi fyrir komuna til Íslands fyllt út rafrænt eyðublað með upplýsingum um heilsufar, hvað viðkomandi hefur dvalið og fleira. Farþegar skulu einnig forskrá sig hyggist þeir fara í sýnatöku á landamærum.

Gjaldtaka: Ekkert gjald verður tekið vegna sýnatöku á landamærum frá 15. júní – 30. júní. Frá 1. júlí verða innheimtar 15.000 krónur.

Þeir sem komið hafa til landsins áður en sýnataka hefst og eru enn í sóttkví 15. júní, eiga þess kost að fara í sýnatöku á heilsugæslustöð og losna þá úr sóttkví ef sýnið er neikvætt. Fram til 1. júlí verður tekið hefðbundið gjald fyrir þessar sýnatökur, þ.e. komugjald, rannsóknargjald og eftir atvikum gjald fyrir vottorð.

Lífsýnum skal eytt að lokinni greiningu og þau skulu einungis rannsökuð með tilliti til COVID-19.

Sýnataka á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum

  • Hver sá sem sýnir einkenni sjúkdómsins COVID-19 eins og þau skilmerki eru tilgreind í faglegum fyrirmælum landlæknis á rétt á sýnatöku á heilbrigðisstofnun sér að kostnaðarlausu. Gildir það jafnt hvort sem viðkomandi er sjúkratryggður hér á landi eða ekki.
  • Einstaklingur sem óskar eftir sýnatöku vegna COVID-19 en er ekki með einkenni sjúkdómsins í samræmi við þau skilmerki sem lýst er í faglegum fyrirmælum landlæknis, ber sjálfur kostnað af sýnatökunni. Frá og með 1. júlí nemur sýnatökugjaldið 11.000 krónum og leggst það ofan á komugjald á heilsugæslustöð.