Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 70 ljósastaurar við Reykjanesbraut ljóslausir
Mánudagur 17. desember 2007 kl. 12:59

Um 70 ljósastaurar við Reykjanesbraut ljóslausir

Það lætur nærri að um 70 ljósastaurar við Reykjanesbrautina séu ljóslausir nú þegar svartasta skammdegið er. Vegfarandi um Reykjanesbraut taldi 49 „dauða“ ljósastaura á kaflanum frá álverinu í Straumsvík og að Vogum og á milli 10 og 20 staura frá Vogum og að Njarðvík. Þá vantar einnig mikið upp á að glit og lýsing sé í lagi við þær þrengingar og hjáleiðir sem eru á brautinni vegna framkvæmda. Er tilmælum því komið áfram til viðeigandi aðila að þessum málum verði kippt í lag fyrir jól.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024