Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 500 bílar losaðir innanbæjar í dag
Fimmtudagur 7. febrúar 2008 kl. 23:06

Um 500 bílar losaðir innanbæjar í dag

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes hafa ásamt hjálpsömum jeppaeigendum átt annríkt í ófærðinni í dag við að hjálpa vegfarendum að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Innanbæjar í Reykjanesbæ hafa um 500 fastir bílar verið losaðir en mikil ófærð var í hliðargötum sérstaklega og þar sátu bílar fastir þvers og kruss.
Auk þess hefur þuft að losa bíla  á Sandgerðivegi, Garðvegi, við Vogaafleggjara, á leiðinni til Hafna og víðar.

Mynd: Hliðargötur í Reykjanesbæ voru þungfærar í dag eins og þessi mynd ber með sér. VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024