Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 4700 jarðskjálftar milli Keilis og Fagradalsfjalls
Möguleg gossprunga sunnan við Keili. Myndin var unnin í mars 2021, áður en fyrsta eldgosið leit dagsins ljós. Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Fimmtudagur 6. júlí 2023 kl. 20:27

Um 4700 jarðskjálftar milli Keilis og Fagradalsfjalls

Frá því að jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst þann 4. júlí hafa um 4700 jarðskjálftar mælst á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Hrinan nú er talin vera vegna nýs kvikuinnskots á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Stærsti skjálftinn varð í gærmorgun kl. 8:21 og mældist 4,8 að stærð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls hafa 14 skjálftar yfir fjórum að stærð mælst og tugir yfir þremur að stærð. Stærstu skjálftarnir finnast víða á SV-landi, austur að Hellu og norður á Snæfellsnes. Búast má við áframhaldandi skjálftavirkni í dag.

Frá kl. 04 í nótt hefur virkni farið minkandi.

Grjóthrun getur orðið í kjölfar öflugra skjálfta, því skal fara með varúð við brattar hlíðar. Íbúar í grend við svæðið eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í spilara hér að neðan er bein úrsending úr vefmyndavél sem horfir til svæðisins sem skelfur hvað mest.