Um 400 hafa kosið í Reykjanesbæ
Um 400 manns höfuð kosið í kjördeildinni í Reykjanesbæ í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi núna kl. 14. Magnea Guðmundsdóttir hjá kjörstjórn sagði kosninguna fara vel af stað en reynslan sýni að flestir komi síðustu klukkustundirnar. Kjörstaður í Reykjanesbæ er í Kjarna, beint á móti Bókasafni Reykjanesbæjar og er kjörfundur opinn til kl. 18
Mynd: Ragnheiður Elín Árnadóttir býður sig fram í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. VF-mynd: Páll Ketilsson