Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 300 ökumenn í fínu lagi
Þriðjudagur 19. desember 2017 kl. 09:55

Um 300 ökumenn í fínu lagi

Á þriðja hundrað bifreiðir voru stöðvaðar í hefðbundnu aðventueftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina þar sem ástand ökumanna var kannað. Er skemmst frá því að segja að allir voru þeir með allt sitt í besta lagi.

Hins vegar voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024