Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 300 gestir á ráðstefnu Keilis um Eyjafjallajökul og flugið
Miðvikudagur 15. september 2010 kl. 14:51

Um 300 gestir á ráðstefnu Keilis um Eyjafjallajökul og flugið

Fjölmenn alþjóðleg flugráðstefna um Eyjafjallajökul og flugsamgöngur hófst í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú nú í morgun. Um 300 gestir eru skráðir þátttakendur í ráðstefnunni sem byrjaði kl. 09 í morgun og lýkur á morgun. Fjölmargir frummælendur eru á ráðstefnunni og koma þeir víða að úr heiminum en milkar vonir eru bundnar við ráðstefnan veiti svör við mörgum brennandi spurningum.

Ráðstefna þessi er skipulögð af ráðstefnuþjónustu og flugskóla Keilis í samstarfi við bæði innenda og erlenda aðila eins og: Forseta Íslands, Samgönguráðherra, Flugmálastjórn, ISAVIA, Veðurstofuna, Icelandair, Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, KADECO, sendiráð Bandaríkjanna og Rússlands í Reykjavík svo og ICAO (Alþjóða Flugmálastofnunina), IATA (Alþjóðasamband flugfélaga), ATA (Samtök bandaríkskra flugfélaga), AEA (Samtök evrópskra flugfélaga), IFALPA (Alþjóðasamtök flugmanna), ECAC ( Samtök evrópskra flugmálastjórna), EUROCONTROL og CANSO

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um 50 frummælendur halda erindi á ráðstefnunni. Einn þeirra, breski flugstjórinn Eric Moody, sem hlaut frægð er fyrir að bjarga Boeing 747 risaþotu úr eldfjallaösku á Indónesíu fyrir 28 árum, er heiðursgestur ráðstefnunnar. Hann sagði lífsreynslusögu sína yfir hádegisverði ráðstefnugesta á sal skólahúss Keilis nú áðan.

Nú er verið að ræða áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á ferðaiðnaðinn í heiminum en á ráðstefnunni verður farið um víðan völl og reynt að skoða undir sem flesta steina og taka saman það sem má læra af náttúruhamförum eins og í Eyjafjallajökli og áhrif þeirra á flugsamgöngur.


Þá var að heyra á frummælendum í morgun að þeir eru vel meðvitaðir um að Katla muni rumska af blundi sínum bráðlega.