Um 20 eignir seljast á viku á Suðurnesjum
Sérbýli seljast vel
Að meðaltali hafa 19 eignir selst á viku síðustu 12 vikurnar á Suðurnesjum. Á sama tímabili hafa að meðaltali tíu eignir selst í Garðabæ,18 í Hafnarfirði og 14 á Akureyri. Á tímabilinu 12.-18. október var 15 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru sex samningar um eignir í fjölbýli, átta samningar um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 592 milljónir króna og meðalupphæð á samning 39,5 milljónir króna.
Sérbýli seljast vel á svæðinu en síðustu viku seldust fimm slíkar eignir í Reykjavík miðað við átta á Suðurnesjum. Á höfuðborgarsvæðinu öllu seldust 19 sérbýli. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár Íslands.