Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Um 20-25 þúsund manns á Sjóaranum síkáta
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 09:33

Um 20-25 þúsund manns á Sjóaranum síkáta

Að vanda var haldinn uppgjörsfundur vegna Sjóarans síkáta í sumar en bæjarhátíðin var haldin 31. maí til 2. júní síðastliðinn. Á uppgjörsfundinum var farið yfir framkvæmd hátíðarinnar og meta hvað tókst vel og hvað þarf að lagfæra fyrir næsta ár. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá þessu.

Á uppgjörsfundinn mættu fulltrúar frá lögreglu, Björgunarsveitinni Þorbirni, slysavarnadeildinni Þórkötlu, bifhjólafélaginu Grindjánum, litahverfunum, sjúkraflutningum og svo skipuleggjendur hátíðarinnar frá Grindavíkurbæ. 

Fram kom á fundinum að Sjóarinn síkáti hefði tekist vel í ár, líkt og kom fram í fréttatilkynningu eftir hátíðina frá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lagðar voru fram mælingar úr hraðaskiltum til að reyna að meta fjölda hátíðargesta. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

  • Víkurbraut föstudagur til sunnudags: 10.700 bílar x 1,8 (fjöldi í hverjum bíl) = 19.260 manns.
  • Austurvegur föstudagur - sunnudags 6.100 bílar x 1,8 = 10.980 manns. Hins vegar ber að taka þessar tölur með talsverðum fyrirvara því töluvert af innanbæjarakstri er á Austurvegi.

Ef heimamenn eru taldir með má varlega áætla að aðsóknin hafi verið um 20-25 þúsund manns, sem dreifist auðvitað yfir þessa þrjá daga.

Talsvert var kvartað yfir hundahaldi að þessu sinni en í auglýsingum kemur skýrt fram að hundahald er bannað á hátíðarsvæðinu. Ljóst er að setja þarf upp áberandi merkingar á svæðinu fyrir næsta ár.