Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Um 15.000 jarðskjálftar á hálfum mánuði
Þriðjudagur 9. ágúst 2022 kl. 11:29

Um 15.000 jarðskjálftar á hálfum mánuði

Vikuna 1. til 7. ágúst mældust um 9500 jarðskjálftar með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands og hafa um 700 jarðskjálftar verið yfirfarnir. Þetta eru heldur fleiri skjálftar en í vikunni á undan þegar um 5200 skjálftar mældust. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Þetta skýrist einna helst vegna hrinunnar sem hófst á Reykjanesskaganum þann 30.júlí og eldgosi í kjölfarið þann 3.ágúst vestur af Meradalahnúkum, en eftir að eldgos hófst fór skjálftavirknin minnkandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stærsti skjálfti vikunnar varð þann 2.ágúst og mældist hann 5 að stærð rétt vestur af Kleifarvatni. Alls mældust 15 skjálftar yfir 4 að stærð en þeir dreifðu sér allt frá vestur af Þorbirni að Kleifarvatni. Þá mældust 61 skjálfti milli 3-4 að stærð.

Frá því gosið hófst hefur aðeins einn skjálfti mælst yfir 4 að stærð en hann varð þann 7.ágúst, vestur af Kleifarvatni. Rétt fyrir hádegi í dag, þriðjudag, varð svo skjálfti norðaustur af Krýsuvík sem mældist 3 að stærð.