Uglu bjargað úr gaddavír
Fólk sem var að viðra hundana sína í Reykjanesbæ um miðjan dag í gær gekk fram á Uglu sem var föst í gaddavír á girðingu. Uglan var særð á væng þegar hún fannst.
Fólkið hringdi í Neyðarlínuna og hún sendi lögreglumenn á vettvang. Lögreglan tók við uglunni og sá lögreglan um að koma uglunni til dýralæknis í Reykjavík.
Ekki er vitað um líðan uglunnar þegar þetta er skrifað.
Á myndinni má sjá Sigvalda Arnar Lárusson lögreglumann með ugluna áður en haldið var með hana til dýralæknis í gær.
Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum