Úgerðin fjarlægi Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni
Norsk stjórnvöld gefa útgerð skipsins Guðrúnar Gísladóttur frest til 15. október til að fjarlægja flak skipsins, en það liggur á hafsbotni við strendur Norður-Noregs. Áður hafði útgerðin fengið fyrirmæli um að tæma olíu og fisk úr flakinu sem mátti þá liggja óhreyft. Sveitarstjórnarmenn í héraðinu hafa lýst því yfir að þeir samþykki aldrei að skipið verði látið liggja kyrrt á hafsbotninum. Svæðið er vinsælt meðal ferðamanna vegna náttúrufegurðar og er einnig fiskeldisstö með sjókvíum skammt frá strandstaðnum. Vísir.is greindi frá.