Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Týsvellir 1 valið Ljósahús Reykjanesbæjar 2006
Föstudagur 15. desember 2006 kl. 09:27

Týsvellir 1 valið Ljósahús Reykjanesbæjar 2006

Týsvellir 1 er Ljósahús Reykjanesbæjar 2006 en viðurkenningar fyrir ljósahús voru veittar við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöld. Í öðru sæti var Borgarvegur 25 og í því þriðja Bragavellir 3. Best skreytta gatan var valin Bragavellir og fallegustu skreytingar á raðhúsi voru við Norðurvelli 12 - 22.

Einnig hlutu viðurkenningu Austurbraut 2 fyrir skemmtilega skreytingu og Hraunsvegur 7 var valið Jólahús barnanna. Verðlaun fyrir hlýlega jólaskreytingu hlaut Efstaleiti 44.
Dómnefnd Ljósahúss skipuðu Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi formaður, Jón Borgarsson og Sigríður Jóna Jóhannesdóttir.

Fallegasti jólaglugginn þótti vera hjá versluninni Cabo. Í öðru sæti varð Gleraugnaverslun Keflavíkur og í því þriðja verslunin Persóna.
Dómnefnd jólaglugga skipuðu Björk Guðjónsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Dagný Gísladóttir.

Hægt er að nálgast kort með öllum verðlaunaflokkum og tilnefningum á næstu bensínstöð, á upplýsingamiðstöð Reykjanes og á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is

 

 

Mynd: Týsvellir 1 í Reykjanesbæ. VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024