Tyrft í janúar
Eins og fram kom í Víkurfréttum í dag er verið að vinna hörðum höndum að því þessa dagana að gera útivistarsvæðið við Fitjar í Njarðvík snyrtilegt og aðgengilegt. Starfsmenn Nesprýði voru í dag að tyrfa svæðið og verður það að teljast til tíðinda þar sem janúarmánuður er rétt genginn í garð.
Veðurblíðan undanfarið hefur hins vegar gert það að verkum að auðvelt er að vinna við hvers kyns jarðvegsvinnu þar sem ekkert frost er í jörðu.
Mynd: Starfsmenn Nesprýði í fullum gangi við að tyrfa við Fitjar. VF-mynd: SævarS
Veðurblíðan undanfarið hefur hins vegar gert það að verkum að auðvelt er að vinna við hvers kyns jarðvegsvinnu þar sem ekkert frost er í jörðu.
Mynd: Starfsmenn Nesprýði í fullum gangi við að tyrfa við Fitjar. VF-mynd: SævarS