Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Týr ekki til vetursetu í Keflavík
Varðskipið Týr við bryggju í Keflavíkurhöfn á sunnudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 13:22

Týr ekki til vetursetu í Keflavík

Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn í gær. Þangað kom skipið eftir að hafa tekið þátt í móttökuathöfn varðskipsins Freyju á Siglufirði á laugardag. Hlutverki Týs er ekki formlega lokið en Freyja mun leysa hann af hólmi og fer í fyrsta úthald sitt þann 22. nóvember.

„Hann er ekki kominn til vetursetu suður með sjó,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Víkurfréttir. „Ekki er fyllilega ljóst hvar skipið verður geymt þangað til því hefur verið varanlega ráðstafað í samráði við stjórnvöld,“ segir Ásgeir jafnframt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024