Týndur kettlingur heimsótti Víkurfréttir
Þessi fallegi u.þ.b. fjögurra mánaða kettlingur grenjaði sig inn á heimili á Hringbrautinni í Keflavík og var óttasleginn, svangur og horaður. Hann er sagður yndislega blíður og kelinn og er væntanlega sárt saknað af kærleiksríkri fjölskyldu.
Kettlingurinn gerir nú tilraun til að komast til eigenda sinna og kom því í heimsókn til okkar á Víkurfréttum í dag, þar sem hann var myndaður í bak og fyrir.
Nánari upplýsingar um litla fressið gefur Jón í síma 847-8267.