Föstudagur 10. september 2021 kl. 09:42
Týndi dóttur sinni við gosstöðvarnar
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í fyrradag vegna erlends ferðamanns sem var búinn að týna dóttur sinni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Lögregla mætti á vettvang og fannst stúlkan heil á húfi um það bil 600 metra frá þeim stað sem feðginin höfðu orðið viðskila á.