Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöföldun Reykjanesbrautar: Vegagerðin ræðir við Ístak
Föstudagur 25. apríl 2008 kl. 16:37

Tvöföldun Reykjanesbrautar: Vegagerðin ræðir við Ístak



Vegagerðin hefur ákveðið að ganga til samningaviðræðna við Ístak um að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Ákveðið var að semja ekki við verktakafyrirtækin Adakris og Topp Verktaka, sem þó áttu lægsta tilboð í verkið, eða um 700 milljónir.

Eins og fram hefur komið bárust sjö tilboð í verkið. Adakris/Topp Verktakar áttu eina tilboðið sem var undir kostnaðaráætlun, en áætlað var að 770 milljónir þyrfti til að klára verkið. Þeir þóttu hins vegar ekki uppfylla öll skilyrði Vegagerðarinnar.

Ístak var þar fyrir ofan með tilboð upp á rúmar 807 milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024