Tvöföldun Reykjanesbrautar lokið fyrir Símagróða
Formenn og varaformenn stjórnarflokkanna eru nú að kynna fyrir fréttamönnum hvernig andvirði Símans verður varið. Fimmtán milljörðum af 66,7 milljörðum króna sem fengust fyrir Símann verður varið til samgöngumála. Meðal annars verður lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar.
Átján milljörðum króna verður varið til byggingar hátæknisjúkrahúss og rúmum 3 milljörðum til varðskips og flugvélar fyrir Landhelgisgæzluna. Þremur milljörðum króna verður varið til að kaupa nýtt varðskip og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. 2,5 milljörðum verður varið til að styrkja stöðu Nýsköpunarsjóðs, 2,5 milljörðum verður varið til uppbyggingar fjarskiptaþjónustu, 1 milljarði til að efla búsetuskilyrði geðfatlaðra og 1 milljarði í nýbyggingu fyrir Árnastofnun. Stærstum hluta fjárins verður hins vegar varið til að greiða niður erlendar skuldir.
Átján milljörðum króna verður varið til byggingar hátæknisjúkrahúss og rúmum 3 milljörðum til varðskips og flugvélar fyrir Landhelgisgæzluna. Þremur milljörðum króna verður varið til að kaupa nýtt varðskip og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna. 2,5 milljörðum verður varið til að styrkja stöðu Nýsköpunarsjóðs, 2,5 milljörðum verður varið til uppbyggingar fjarskiptaþjónustu, 1 milljarði til að efla búsetuskilyrði geðfatlaðra og 1 milljarði í nýbyggingu fyrir Árnastofnun. Stærstum hluta fjárins verður hins vegar varið til að greiða niður erlendar skuldir.