Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 11. október 2002 kl. 13:34

Tvöföldun Reykjanesbrautar boðin út í dag

Vegagerðin, Reykjanesumdæmi, óskar í dag eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á 8,6 km löngum kafla frá Hvassahrauni á Strandarheiði ásamt byggingu mislægra vegamóta við Hvassahraun og Vatnsleysustrandarveg og við þau. Boðnar eru út tvær útfærslur á slitlagi Reykjanesbrautar með malbiki eða steinsteypu.Helstu magntölur: bergskering 97.000 m3, neðra burðarlag 88.000 m3, efra burðarlag 30.000 m3, tvöföld klæðing 48.000 m2, malbik á aðreinar, fráreinar, og vegamót 27.000 m2, slitlag á Reykjanesbraut malbik eða steypa 64.000 m2, mótafletir 2.500 m2, slakbennt járnalögn 139 tonn, spennt járnalögn 23 tonn, steypa í vegamótabrýr 860 m3. skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2004.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni í Borgarúni 7, Reykjavík (móttaka), og með þriðjudeginum 15. október 2002. Verð útboðsgagna er 8.000 kr. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 mánudaginn 4. nóvember 2002 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024