Tvöföldum Reykjanesbrautar gæti tafist um 3 - 5 mánuði
Það ræðst á fundi í dag hvert framhaldið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar en fulltrúar Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka þeirra koma saman til fundar í dag um framtíð verkefnisins. Ljóst er að verkið mun tefjast um 3-5 mánuði náist ekki samkomulag við undirverktakana um framhaldið en það virðist vera sú lausn sem Vegagerðinni lýst best á. Náist það ekki þarf að bjóða verkið út að nýju.
Verkinu átti að vera lokið um mitt næsta sumar, samkvæmt útboðsskilmálum. Verktakafyrirtækið Jarðvélar hf sagði sig hins vegar frá verkinu fyrir síðustu áramót vegna fjárhagsörðugleika og síðan þá hafa framkvæmdir legið niðri.
Verktakafyrirtækið Eykt og Malbikunarstöðin Höfði hafa verið undirverktakar Jarðvéla við verkefnið. Í hádegisfréttum Rúv er haft eftir G. Pétri Matthíasyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, að til að koma í veg fyrir nýtt útboð geti Jarðvélar falið undirverktökum sínum að klára verkið. Til að það geti orðið þurfi þó að finna nýjan undirverktaka til að sjá um jarðvinnuna í stað Jarðvéla.
Verkinu átti að vera lokið um mitt næsta sumar, samkvæmt útboðsskilmálum. Verktakafyrirtækið Jarðvélar hf sagði sig hins vegar frá verkinu fyrir síðustu áramót vegna fjárhagsörðugleika og síðan þá hafa framkvæmdir legið niðri.
Verktakafyrirtækið Eykt og Malbikunarstöðin Höfði hafa verið undirverktakar Jarðvéla við verkefnið. Í hádegisfréttum Rúv er haft eftir G. Pétri Matthíasyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, að til að koma í veg fyrir nýtt útboð geti Jarðvélar falið undirverktökum sínum að klára verkið. Til að það geti orðið þurfi þó að finna nýjan undirverktaka til að sjá um jarðvinnuna í stað Jarðvéla.