Tvöfalt stærri bær!
Ljóst er að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlar sér að búa til eitt stærsta sveitarfélag landsins ef marka má fyrirsögn á áskorun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Nú má Kópavogur fara að passa sig. Hér eftir áskorunin í heild sinni eins og hún kemur fyrir á vefsíðu Reykjanesbæjar:Áskorun um flýtingu á tvöföldun Reykjanesbæjar
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að skora á stjórnvöld að leita allra leiða til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst og kanni þegar þann möguleika að semja við verktaka um að klára framkvæmdina á sömu einingarverðum og fengust við opnun tilboða í fyrsta áfanga. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að öryggisþættir séu ráðandi þegar val um framtíðar slitlag brautinnar er metið.
Greinargerð:
Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur um langt skeið verðið mikið baráttumál Suðurnesjamanna svo og annarra landsmanna.
Við opnun tilboða í fyrsta áfanga kom í ljós að lægstu verð eru aðeins um 60% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og því ljóst að allrar ytri aðstæður fyrir hagstæðum niðurstöðum eru óvenju góðar í dag.
Sé miðað við lægstu tilboð í fyrsta áfanga, 8,6 km með tveimur gatnamótum, má gera ráð fyrir að heildarkostnaður við tvöföldun Reykjanesbrautar þ.e. 24 km með fimm gatnamótum verði ekki hærri en 2,2 - 2,5 milljarðar eftir því hvort notað verður malbik eða steypa. Í þessari tölu er þegar búið að taka tillit til aukakostnaðar Vegagerðarinnar en hún leggur til hönnun svo og efnistökugjöld samkvæmt upplýsingum.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í fyrsta áfanga var á bilinu 990-1090 milljónir króna og er því ljóst að sparnaður þjóðfélagins við heildarframkvæmdina getur numið allt að einum milljarði króna sé miðað kostnaðaráætlun og samið sé um allt verkið nú þegar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur því mikilvægt í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu að flýta framkvæmdum sem kostur er.“
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að skora á stjórnvöld að leita allra leiða til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst og kanni þegar þann möguleika að semja við verktaka um að klára framkvæmdina á sömu einingarverðum og fengust við opnun tilboða í fyrsta áfanga. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að öryggisþættir séu ráðandi þegar val um framtíðar slitlag brautinnar er metið.
Greinargerð:
Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur um langt skeið verðið mikið baráttumál Suðurnesjamanna svo og annarra landsmanna.
Við opnun tilboða í fyrsta áfanga kom í ljós að lægstu verð eru aðeins um 60% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og því ljóst að allrar ytri aðstæður fyrir hagstæðum niðurstöðum eru óvenju góðar í dag.
Sé miðað við lægstu tilboð í fyrsta áfanga, 8,6 km með tveimur gatnamótum, má gera ráð fyrir að heildarkostnaður við tvöföldun Reykjanesbrautar þ.e. 24 km með fimm gatnamótum verði ekki hærri en 2,2 - 2,5 milljarðar eftir því hvort notað verður malbik eða steypa. Í þessari tölu er þegar búið að taka tillit til aukakostnaðar Vegagerðarinnar en hún leggur til hönnun svo og efnistökugjöld samkvæmt upplýsingum.
Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í fyrsta áfanga var á bilinu 990-1090 milljónir króna og er því ljóst að sparnaður þjóðfélagins við heildarframkvæmdina getur numið allt að einum milljarði króna sé miðað kostnaðaráætlun og samið sé um allt verkið nú þegar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur því mikilvægt í ljósi þessarar hagstæðu niðurstöðu að flýta framkvæmdum sem kostur er.“