Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöfalt betri niðurstaða
Föstudagur 17. maí 2024 kl. 06:07

Tvöfalt betri niðurstaða

Bókanir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna ársreiknings 2023

„Jákvæð niðurstaða ársreiknings Reykjanesbæjar upp á 1,4 milljarða er tvöfalt betri niðurstaða en áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir,“ segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar við afgreiðslu ársreiknings 2023 á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Þar segir einnig:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í byrjun árs hefur verið mikið og hratt útstreymi fjármagns vegna framkvæmda en nefna má til að mynda:

Framkvæmdir við Myllubakkaskóla 400 milljónir, framkvæmdir við Holtaskóla 190 milljónir, framkvæmdir við Stapaskóla, íþróttahús 200 milljónir, framkvæmdir við hjúkrunarheimili 265 milljónir auk fleiri fjárfestinga.

Vegna fjárfestinga á árinu upp á 5,3 milljarða er fyrirséð að Reykjanesbær mun fara í lántöku á árinu líkt og lagt var upp með og fjárhagsáætlun 2024 ber með sér. Auk þess hefur verið lögð fram tillaga að innviðagjöldum í Reykjanesbæ eins og tíðkast í mörgum öðrum sveitarfélögum til innviðauppbyggingar sem munu nema allt að 50 milljörðum á næstu 10 árum.

Reykjanesbær er að reisa tvo 120 barna leikskóla sem opna í ár auk þess að opna útibú Tjarnarsels við gamla barnaskólann okkar sem rúmar 20–25 börn. Meirihlutinn hefur sett sér það markmið að átján mánaða börn komist í okkar leikskóla á kjörtímabilinu.

Þegar rýnt er í aðalatriðin eru rekstrartekjur sveitarfélagsins 25 milljarðar en rekstrargjöld 21,9 milljarðar. Þannig er heilbrigður rekstur að tekjur duga fyrir gjöldum og það sé afgangur til staðar. Það erum við að gera því íbúar gera þá kröfu að rekstur sveitarfélagsins sé ábyrgur.“

Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hjörtur M. Guðbjartsson (S) Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).