Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvöfalda flugskýli ITS á Keflavíkurflugvelli
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 09:27

Tvöfalda flugskýli ITS á Keflavíkurflugvelli

Stjórn Icelandair Group hefur tekið ákvörðun um að byggja upp viðhaldsaðstöðu í Keflavík til framtíðar. Bæta á við öðru skýli vestan megin við núverandi skýli og verða þau samtengd. Frá þessu er greint á vefnum flug.is sem er vefur Flugvirkjafélags Íslands.

Við þessa stækkun á flugskýlinu mun bætast við aðstaða fyrir allt að tvær B757 hlið við hlið eða eina breiðþotu.

Ljóst er að miklir möguleikar eru fyrir hendi hjá Icelandair með þessari stækkun en í dag eru ein C-check lína og ein B- eða A-check lína í gangi yfir vetrartímann ásamt einu stæði mögulegu fyrir línuviðhald, segir á vefsíðunni.

Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum og áætlað að sumarið 2017 verði ný viðhaldslína tilbúin til notkunar.

Nýi hlutinn er til vinstri og sýnir 2 flugvélar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024