Tvö umferðaslys í hálkunni í gærkvöldi
Tvö umferðaróhöpp urðu með skömmum millibili á Suðurnesjum um ellefuleytið í gærkvöldi. Í fyrra tilfellinu var tilkynnt um þriggja bifreiða árekstur á Hafnargötu í Keflavík. Áreksturinn má rekja til mikillar hálku, en minniháttar tjón varð á bifreiðunum.
Klukkan 23:00 var svo tilkynnt um bílveltu á Sandgerðisvegi. Er lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn kominn út úr bifreiðinni. Hann kenndi eymsla í hálsi og var fluttur til skoðunar hjá lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Klukkan 23:00 var svo tilkynnt um bílveltu á Sandgerðisvegi. Er lögreglan kom á vettvang var ökumaðurinn kominn út úr bifreiðinni. Hann kenndi eymsla í hálsi og var fluttur til skoðunar hjá lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.