Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö umferðarslys með stuttu millibili
Þriðjudagur 22. apríl 2008 kl. 16:19

Tvö umferðarslys með stuttu millibili

Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið var sent á vettvang tveggja umferðaróhappa í Innri-Njarðvík nú fyrir stundu. Ekið var í veg fyrir lögreglumann á mótorhjóli sem var á leið á vettvang fyrra slyssins þar sem tveir bílar höfðu lent í árekstri. Ekki urðu slys á fólki í því óhappi en í hinu óhappinu voru bæði lögreglumaðurinn og ökumaður bílsins fluttir í sjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsli þeirra á þessari stundu. Lögreglan kannar tildrög slyssins. Aðeins nokkrir tugir metra voru á milli óhappanna tveggja.

VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024