Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut með stuttu millibili
Föstudagur 14. nóvember 2003 kl. 16:00

Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut með stuttu millibili

Einn var fluttur mikið slasaður með sjúkrabíl Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir umferðaslys á Reykjanesbraut á Vogastapa á þriðja tímanum í dag. Hann mun hafa hlotið talsverð beinbrot. Lögreglunni barst tilkynning um slysið kl. 14:41 en tildrög þess eru enn ókunn. Rétt í þann mund er lögreglu- og björgunarlið komu á staðinn varð annað umferðaróhapp á nær sama stað. Lögreglan er ennþá á vettvangi og getur ekki veitt frekari upplýsingar sem stendur. Þó er vitað að tveir voru fluttir á sjúkrahús, sá sem er mikið slasaður og einnig annar minna slasaður.

 

Ljósmyndir frá vettvangi slysanna nú áðan.

 

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024