Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 17. janúar 2002 kl. 13:25

Tvö umferðaróhöpp við Stekk

Hálka í morgun varð til þess að ungur ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og missti hana upp á umferðareyju á gatnamótum Stekks og Njarðarbrautar. Ökumaðurinn sem er um tvítugt kvartaði undan eymslum í baki, eftir högg sem hann hlaut við að fara upp á umferðareyjuna. Jón þór Karlsson, hjá lögreglunni í Keflavík, segir bílinn vera illa farinn og var hann dreginn af vettvangi.

Í gærkveldi varð árekstur 50 metrum frá þessum stað, hinumegin í Stekk, þar sem hann tengist Reykjanesbraut. Ökumaður bíls kom akandi vestur Reykjanesbraut og annar eftir Stekk og ekki vildi betur til en að þeir skullu saman. Talið er að sá sem ók eftir Stekk hafi ekki séð bifreiðina á Reykjanesbrautinni og því ekið í veg fyrir hana, við þessi gatnamót er stöðvunarskylda. Annar ökumannanna kvartaði unda eymslum í hálsi og kom sér sjálfur á sjúkrahús og draga þurfti annan bílinn af vettvangi með dráttarbíl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024