Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö umferðaróhöpp í gær - Engin alvarleg meiðsli
Miðvikudagur 8. júlí 2009 kl. 07:56

Tvö umferðaróhöpp í gær - Engin alvarleg meiðsli

Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær.


Snemma morguns ók ökumaður jeppabifreiðar útaf á Reykjanesbraut við Kúagerði. Bifreiðin hélst á hjólum en skemmdist nokkuð. Ökumaður var fluttur á Landsspítalan í Fossvogi til skoðunar en reyndist lítið meiddur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í seinna tilvikinu missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á bifreið sinni á Hringbraut í Keflavík skammt frá Heiðarbergi og hafnaði utan vegar. Ökumaður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en reyndist ekki mikið meiddur. Bifreiðin skemmdist mikið og var dregin af vettvangi með kranabifreið.