Tvö umferðaróhöpp
Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gær og í nótt.
Í fyrra atvikinu var ekið á ljósastaur við Hafnargötu um hádegisbilið. Minniháttar meiðsl urðu á ökumanninum, en hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og hafði annar þeirra ekið á hús við Kirkjuveg. Engin slys urðu þó á fólki.
Þrír gistu fangageymslu vegna ölvunar og óláta.
Í fyrra atvikinu var ekið á ljósastaur við Hafnargötu um hádegisbilið. Minniháttar meiðsl urðu á ökumanninum, en hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og hafði annar þeirra ekið á hús við Kirkjuveg. Engin slys urðu þó á fólki.
Þrír gistu fangageymslu vegna ölvunar og óláta.