Tvö tonn af vélbyssum í tékknesku flugvélinni
Tvö tonn af vélbyssum fundust í tékknesku flugvélinni sem lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18 í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar sem barst í gær. Vélbyssurnar voru á farmskrá flugvélarinnar en í hádegisfréttum Bylgjunnar var greint frá því misræmi væri í skráningu. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli rannsaka málið í samvinnu við bandarísk yfirvöld. Flugvélin átti að fara frá landi um hálf eitt leytið, en ekki er ljóst hvort málið tefji brottför.