Tvö þúsund nýjar íbúðir í Reykjanesbæ
Unnið hefur verið að þéttingu byggðar í Reykjanesbæ og nú liggur nú til samþykktar hjá bæjaryfirvöldum umfjöllun um fjölgun lóða fyrir um tvö þúsund íbúðir, aðallega í Keflavík.
Fyrir liggja afgreiðslur hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar breytingar á skipulagi sem leyfa byggingu á allt að 1250 íbúðum á Vatnsnesi en á svæðinu hefur verið atvinnustarfsemi, mest megnis fiskvinnsla á árum áður en einnig önnur fyrirtæki.
Þá er í vinnslu breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar sem snýr að byggingarsvæði norðan við Aðaltorg í Keflavík. Þar er gert ráð fyrir byggingu 450 íbúða, þar af 138 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara. Fyrirhuguð breyting er í takti við K64 þróunaráætlun svæðisins. K64 þróunaráætlun er ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin. Íslenska ríkið, Isavia ohf., Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa unnið saman að heildstæðri stefnu og framtíðarsýn fyrir umhverfi Keflavíkurflugvallar.
Þá hefur verið samþykkt bygging á 27 raðhúsum við Bolafót í Njarðvík. Áður höfum við greint frá fjölgun íbúða í nágrenni Hafnargötu í Keflavík.