Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tvö þjónustuhús á Reykjanesi?
    Auglýsingin um nýja þjónustu- og söluskálann.
  • Tvö þjónustuhús á Reykjanesi?
Laugardagur 12. mars 2016 kl. 11:52

Tvö þjónustuhús á Reykjanesi?

Fjórar umsóknir bárust um lóð fyrir ferðaþjónustu við Reykjanesvita. Á dögunum var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reisa og reka þjónustumiðstöð við Reykjanesvita í kjölfar síðasta fundar stjórnar Reykjanes Geopark.

Formanni Reykjanes Geopark, verkefnastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, hefur verið falið að ræða við umsækjendur í þessari viku.

Þá hefur fyrirtæki undir heitinu Friðrik VIII auglýst að það sé að fara í byggingu á glæsilegum þjónustu- og söluskála við Reykjanesvita. Undirbúningsvinnu sé lokið og framkvæmdir hefjist bráðlega. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta rís skálinn á einkalóð við Reykjanesvita.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024