TVÖ SLYS Á MIÐUNUM
Færeyskur sjómaður fótbrotnaði um borð í færeysku skipi s.l. laugardag. Skipið kom inn í Sandgerði og maðurinn var samstundis fluttur á sjúkrahús.Gaukur GK 660 kom með slasaðan háseta að landi í Sandgerðishöfn s.l. mánudag. Hásetinn hafi lent með höndina í spiltromlu sem var í notkun með þeim afleiðingum að þrír fingur brotnuðu. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.