Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö ný strætóskýli í Garðinn
Föstudagur 25. september 2009 kl. 13:21

Tvö ný strætóskýli í Garðinn

Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar mun smíða tvö ný strætisvagnaskýli fyrir Sveitarfélagið Garð. Tilboða var leitað á tveimur stöðum og býðst blikksmiðjan til að smíða strætisvagnaskýli fyrir 890 þúsund krónur stykkið með virðisaukaskatti. Hinn aðilinn sem leitað var til ákvað að bjóða ekki í verkið.

Strætóskýlin verða tilbúin í ársbyrjun 2010 og kostnaður af framkvæmdinni verður settur á fjárhagsáætlun næsta árs.

Mynd: Strætisvagnaskýli í Reykjanesbæ.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024