Tvö með fullfermi af loðnu á leið til Helguvíkur
Loðnuskipin Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson eru á leið til Helguvíkur með fullfermi af loðnu. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar. Loðnan gengur hratt vestur með suðurströnd landsins og er nú komin vestur fyrir Vestmannaeyjar. Afar góð veiði var á miðunum í gær og fylla skipin sig á skömmum tíma.
Hrognafylling loðnunnar er um og yfir 20% um þessar mundir og því er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist.