Tvö jólahús ársins í Vogum
Á fundi bæjarstórnar Sveitarfélagsins Voga þann 19. desember sl. var ákveðið að brydda upp á þeirri nýbreytni að veita viðurkenningu fyrir jólaskreytingar á húsum í sveitarfélaginu.
Hugmyndin kom fram skömmu fyrir fundinn og var því ekki um auglýsta samkeppni að ræða, heldur var farið um sveitarfélagið og valin þau tvö hús sem þóttu skemmtilegust að mati bæjarstjóra, byggingafulltrúa og verkstjóra umhverfisdeildar.
Viðurkenningu fyrir jólahús ársins 2006 fengu tvö hús, eigendur fyrra hússins eru þau Erlendur Guðmundsson og Sveindís Pétursdóttir í Leirdal 8. Hin verðlaunin hlutu svo Sigurður Kristinsson og Bryndís Rafnsdóttir að Sunnuhlíð.
Stefnt er að því að veita viðurkenningu fyrir jólaskreytingar á húsum í Sveitarfélaginu Vogun árlega hér eftir og samkeppnin auglýst í nóvember.
www.vogar.is