Tvö jólabörn á Suðurnesjum
Jólabörnin á Suðurnesjum eru tvö að þessu sinni, bæði fædd á jóladag. Fyrra barnið var stúlka, fædd kl. 13:15. Foreldrar hennar eru Inga Björg Símonardóttir og Ekasit Thasaphong í Grindavík. Seinna jólabarnið var hins vegar drengur sem fæddist þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í níu á jóladagskvöld. Hann var 14.5 merkur og 54 sentimetrar. Foreldrar hans eru Kristinn Sörensen og Margrét Mary Byrne. Kristinn á fyrir þrjú börn en Margrét Mary eitt.Báðum jólabörnunum heilsast vel. Stúlkan úr Grindavík var farin heim með foreldrum sínum þegar ljósmyndari átti leið um fæðingardeildina. Jóladrengurinn var hins vegar klæddur í jólasveinabúning og er á meðfylgjandi mynd með foreldrum sínum sl. sunnudag.






