Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tvö ísraelsk flugfélög fljúga til Íslands í sumar
Boeing 787 Dreamliner flugvél ísraelska flugfélagsins El Al frá Ísrael við komuna til Íslands í gær.
Fimmtudagur 15. júlí 2021 kl. 14:59

Tvö ísraelsk flugfélög fljúga til Íslands í sumar

Fyrsta flugvél ísraelska flugfélagsins El Al frá Tel Aviv í Ísrael til Íslands lenti á Keflavíkurflugvelli um kl. 14 í gær. Flugvélin var af gerðinni Boeing 787 Dreamliner.

Ferðin í gær var sú fyrsta af fimm hjá félaginu til Íslands í sumar með hóp ferðafólks frá Ísrael. Flogið verður til 18. ágúst. El Al bætist þannig í hóp með þeim tuttugu flugfélögum sem þegar hafa hafið flug til og frá Keflavíkurflugvelli nú í sumar.

Í lok júlí, nánar tiltekið þann 27. júlí næstkomandi, bætist ísraelska flugfélagið Arkia í hópinn. Arkia flýgur fimm ferðir með ísraelska ferðahópa til landsins fram til 31. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvorugt flugfélagið hefur flogið áður til Keflavíkurflugvallar og eru þau boðin velkomin til landsins.