Tvö innbrot í Stekk
Brotist var inn í þjónustuhúsið við Tjaldstæðið Stekk í Njarðvík sl. þriðjudag. Þá voru peningar teknir af skrifstofu, geislaspilari og geisladiskar. Degi síðar fór slökkvilið Brunavarna Suðurnesja á sama stað vegna vatnsleka. Þá kom í ljós að pörupiltar höfðu stíflað vaskana og vatn flæddi um allt hús. Slökkviliðið dældi vatninu út en miklar skemmdir urðu á húsinu, enda timburhús. Málin eru í rannsókn hjá Lögreglunni í Keflavík.