Tvö hús rísa í Lautarhverfi í Grindavík
Tvö einbýlishús eru í byggingu í nýju Lautarhverfi í Grindavík og eru það fyrstu húsinu sem rísa í nýja hverfinu. Fyrirtækið HH smíði ehf. sér um byggingu húsanna, en þau eru einingahús frá fyrirtækinu Smell-inn á Akranesi.
Hvert hús er sett saman úr sjö einingum og tók um 6 klukkustundir að reisa bæði húsin. Hver eining er tilbúin undir málningu og er gólfplata húsanna steypt þegar húsið hefur verið reist.
Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson vinna við smíði húsanna og segja þeir að þau séu einföld í uppsetningu. „Það er bara mjög þægilegt að vinna við uppsetningu þessara húsa og þægileg í alla staði. Þetta er orðin allt önnur vinna heldur en þegar verið var að stilla upp fyrir húsum,“ segir Ragnar.
Hafþór Helgason einn eigenda HH smíði í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að búið væri að selja annað húsið sem fyrirtækið er að reisa. Húsin verða fullbúin frá fyrirtækinu án gólfefna og eldhústækja. Að sögn Hafþórs er áætlað að fyrirtækið reisi þriðja húsið í hverfinu innan skamms.
Mynd: Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson smiðir hjá HH smíði. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Hvert hús er sett saman úr sjö einingum og tók um 6 klukkustundir að reisa bæði húsin. Hver eining er tilbúin undir málningu og er gólfplata húsanna steypt þegar húsið hefur verið reist.
Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson vinna við smíði húsanna og segja þeir að þau séu einföld í uppsetningu. „Það er bara mjög þægilegt að vinna við uppsetningu þessara húsa og þægileg í alla staði. Þetta er orðin allt önnur vinna heldur en þegar verið var að stilla upp fyrir húsum,“ segir Ragnar.
Hafþór Helgason einn eigenda HH smíði í Grindavík sagði í samtali við Víkurfréttir að búið væri að selja annað húsið sem fyrirtækið er að reisa. Húsin verða fullbúin frá fyrirtækinu án gólfefna og eldhústækja. Að sögn Hafþórs er áætlað að fyrirtækið reisi þriðja húsið í hverfinu innan skamms.
Mynd: Ragnar Eðvarðsson og Valur Hansson smiðir hjá HH smíði. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.