Tvö hundruð störf
Bandaríska fyrirtækið International Pipe and Tube hefur byggingu á stálpípuverksmiðju í Helguvík, norðan Keflavíkur, í október næstkomandi. Reiknað er með að við verksmiðjuna starfi um tvö hundruð manns, og geta margfeldisáhrif leitt til tvö til þrjú hundruð starfa til viðbótar.Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir verksmiðjuna hafa átt að vera lið í sókn bæjarfélagsins, en sé nú liður í vörn bæjarfélagsins vegna yfirvofandi samdráttar hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, segir í Fréttablaðinu í dag.