Tvö grömm af amfetamíni fundust í bíl
Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo menn á þrítugsaldri í bifreið sinni í Keflavík í nótt og við leit í bílnum fundust 2 grömm af amfetamíni. Mennirnir eru á þrítugsaldri og eru úr Reykjavík. Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili í Keflavík þar sem 1 gramm af amfetamíni fannst. Mennirnir voru yfirheyrðir vegna málsins og telst það upplýst. Um miðnætti höfðu lögreglumenn afskipti af 16 ára ungling sem var með 5 bjórdósir meðferðis og gerði lögreglan bjórinn upptækan og haft var samband við foreldra. Að öðru leiti var nóttin fremur róleg hjá lögreglu.