Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tvö fíkniefnamál um helgina
Sunnudagur 24. október 2004 kl. 09:42

Tvö fíkniefnamál um helgina

Lögreglan í Keflavík lenti í tveimur fíkniefnamálum um helgina. Í því fyrra, sem komst um á föstudagskvöld, voru tveir rúmlega tuttugu ára gamlir menn handteknir við fíkniefnaeftirlit. Við leit á öðrum þeirra fannst 1 gramm af efni sem talið er amfetamín. Mönnunum var sleppt lausum að lokinni rannsókn og skýrslutöku en sá sem hafði efnið kvað það hafa verið til eigin nota.

Þá var rúmlega þrítugur karlmaður handtekinn við fíkniefnaleit í gærmorgun.  Við leit á honum fannst 1 gramm af meintu amfetamíni.  Manninum var sleppt lausum að lokinni rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024